Flokkur : Hitt og þetta

Ljósmyndasamkeppni Evrópustofu

Evrópustofa efnir til ljósmyndasamkeppni í tilefni af opnun upplýsingamiðstöðvarinnar. Þema keppninnar er Ísland og Evrópa og eru þátttakendur hvattir til að fanga á mynd hvernig Evrópa og Evrópusambandið birtast í okkar daglega lífi og umhverfi.

„Ísland er hluti af Evrópu og við viljum hvetja fólk til að íhuga hvernig Evrópa birtist okkur í hvunndeginum, hvað sé íslenskt og hvað evrópskt og hvernig þessi tvö hugtök spila saman,“ sagði Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Evrópustofu, þegar ljósmyndasamkeppninni var hleypt af stokkunum við formlega opnun Evrópustofu, laugardaginn 21. janúar.

Við hvetjum alla til að senda inn áhugaverðar og skemmtilegar myndir en þrjár af þeim hljóta vegleg verðlun. Þá stefnum við að því að sýna bestu myndirnar á farandsýningu sem fer um landið í sumar, auk þess sem þær verða notaðar í kynningarefni fyrir Evrópustofu. “

Skil á mynd:

  • Myndinni skal skila á jpg-formi á netfangið evropustofa@evropustofa.is, en hún má ekki vera minni en 500 KB og ekki stærri en 2 MB.
  • Titill tölvupósts skal vera Ljósmyndasamkeppni en í meginmáli þarf að fylgja nafn höfundar og upplýsingar um heimilisfang, netfang og símanúmer.
  • Mynd skal skilað inn fyrir kl. 23:59 þann 21. febrúar. Myndir sem berast eftir þann tíma eru ekki gjaldgengar í keppninni.

Tilkynnt verður um úrslit tveimur vikum síðar, þann 6. mars, 2012.

Verðlaun:

  1. sæti: Flugferð fyrir tvo til Evrópuborgar að eigin vali.*
  2. sæti: Glæsileg Canon IXUS 230 HS myndavél ásamt hulstri.
  3. sæti: Hentugur Camlink þrífótur og bakpoki fyrir ljósmyndabúnað frá KATA.

*Gjafabréf fyrir tvo til Evrópuborgar með Icelandair.

You’ve got to push yourself harder. You’ve got to start looking for pictures nobody else could take. You’ve got to take the tools you have and probe deeper.

— William Albert Allard

Push yourself harder

Gleðileg Jól

Ljósop óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Við þökkum það góða starf sem innt var af hendi á síðastliðnu ári og vonum að það næsta verði jafn gott eða þeim mun betra.

Næsti fundur verður haldinn þann 5 janúar 2010 kl. 20:00

Upplifðu netið með Cooliris

Cooliris er vafraviðbót sem gerir notendum kleift að upplifa internetið á nýjan og spennandi hátt.

Forritið er í boði fyrir Firefox, Safari og nýrri útgáfur af Internet Explorer og virkar þannig að það býr til vegg af myndum og vídeóum sem hægt er að skoða og flétta í á fljótlegan hátt.

coloriris_big

Þetta er skemmtilegt forrit fyrir þá sem hafa gaman af því að vafra og skoða ljósmyndir og videó á netinu.
Eini ókosturinn við Cooliris er að það virkar ekki fyrir allar heimasíður. Kannski breytist það í náinni framtíð, en allar helstu myndasíður bjóða upp á vöfrun í Cooliris, svo sem Flickr, Google, Facebook og fleiri.

Skoða heimasíðu Cooliris

Hvað finnst þér, ertu búinn að prófa Cooliris?

Picasa fyrir Mac

Loksins hefur Google sent frá sér Picasa myndarforritið fyrir Mac notendur.
Sumir vilja þó meina að það sé of seint í rassinn gripið og að iPhoto og Lightroom séu komin framúr Picasa og í raun betri kostur. Þrátt fyrir það eru margir PC notendur sem nýlega hafa skipt yfir í Mac sem fagna því að geta fengið að nota Picasa áfram… Gleðifréttir fyrir þá!

Hægt er að hlaða niður Picasa fyrir Mac ókeypis hérna.