Björgvin er vefhönnuður með yfir 20 ára reynslu í bransanum. Ljósmyndun er eitt af hans aðal áhugamálum, en auk þess spilar hann á gítar og ver tíma með fjölskyldunni. Hann tekur myndir á Canon EOS 5D MII, oftast með 50mm linsu, en stundum grípur hann í 100mm macro og 17x40mm linsurnar sínar.
Björgvin er mikill Photoshop gúru, eins og sést á mörgum mynda hans, og hafa félagar hans í Ljósop fengið að njóta þess á Photoshop fundum, þar sem Björgvin hefur kennt hinar ýmsu kúnstir.