Skip to content

Lög og reglur

Lög Ljósops, félags áhugaljósmyndara á Suðurnesjum

1.gr
Nafn félagsins.
Félagið heitir Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum.

2. gr.
Varnarþing
Heimili félagsins er í Reykjanesbæ, varnarþing eru Suðurnesin.

3. gr.
Tilgangur
Tilgangur félagsins er sameina fólk á Suðurnesjum með sameiginlegan áhuga á ljósmyndun, standa fyrir ýmsum viðburðum eins og ljósmyndasýningum og hópferðum. Einnig að koma upp aðstöðu til að hittast og funda.

3.1.gr.
Stúdió & Búnaður
Notkun studiobúnaðar og tækja félagsins er eingöngu ætluð virkum félagsmönnum, skal notkun og pöntun á studioi frávikalaust fara í gengum umsjónarmann studios hverju sinni. Félagsmönnum ber að ganga vel frá öllum tækjum og tólum eftir notkun. Bannað er að lána út studioið til 3ja aðila eða nota það í atvinnuskyni nema með leyfi stjórnar.

4. gr.
Markmið
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að halda sameiginlegar ljósmyndasýningar, standa fyrir námskeiðum, fara í hópferðir til að taka myndir og gefa félögum sínum tækifæri og vettvang til að hittast og læra hver af öðrum.

5. gr.
Aðildarmál
Félagið er aðildarfélag í Tómstundabandalagi Reykjanesbæjar og starfar eftir forvarnarstefnu Reykjanesbæjar.

6.gr.
Félagsaðild
Félagar geta allir 18 ára og eldri orðið sem hafa áhuga á ljósmyndun.

7. gr.
Stjórn félagsins
Stjórn félagsins skal skipuð minnst fimm félagsmönnum, formanni, ritara og gjaldkera ásamt 2 meðstjórnendum. Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs í senn og formann skal kjósa sérstaklega. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir. Firmaritun félagsins er í höndum gjaldkera.

8. gr.
Aðalfundur
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs og leggja fram reikningafélagsins. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi. Til aðalfundar skal boða með minnst viku fyrirvara og skal taka fyrir hefðbundin aðalfundarstörf.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar lagðir fram
3. Umræður um skýrslu og reikninga
4. Lagabreytingar
5. Kosningar
6. Önnur mál

9. gr.
Árgjald
Árgjald félagsins er 15.000 krónur og telst félagsmaður ekki fullgildur nema hafa greitt félagsgjöld.

9.1. gr.
Maki fullgilds félagsmanns þarf ekki að greiða árgjald og telst við skráningu fullgildur meðlimur félagsins.

10. gr.
Slit félagsins
Ákvörðun um slit félags verður tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta og renna þá eignir þess til líknarmála sem aðalfundur samþykkir.