Ljósmyndasamkeppni Evrópustofu
Evrópustofa efnir til ljósmyndasamkeppni í tilefni af opnun upplýsingamiðstöðvarinnar. Þema keppninnar er Ísland og Evrópa og eru þátttakendur hvattir til að fanga á mynd hvernig Evrópa og Evrópusambandið birtast í okkar daglega lífi og umhverfi.
„Ísland er hluti af Evrópu og við viljum hvetja fólk til að íhuga hvernig Evrópa birtist okkur í hvunndeginum, hvað sé íslenskt og hvað evrópskt og hvernig þessi tvö hugtök spila saman,“ sagði Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Evrópustofu, þegar ljósmyndasamkeppninni var hleypt af stokkunum við formlega opnun Evrópustofu, laugardaginn 21. janúar.
Við hvetjum alla til að senda inn áhugaverðar og skemmtilegar myndir en þrjár af þeim hljóta vegleg verðlun. Þá stefnum við að því að sýna bestu myndirnar á farandsýningu sem fer um landið í sumar, auk þess sem þær verða notaðar í kynningarefni fyrir Evrópustofu. “
Skil á mynd:
- Myndinni skal skila á jpg-formi á netfangið evropustofa@evropustofa.is, en hún má ekki vera minni en 500 KB og ekki stærri en 2 MB.
- Titill tölvupósts skal vera Ljósmyndasamkeppni en í meginmáli þarf að fylgja nafn höfundar og upplýsingar um heimilisfang, netfang og símanúmer.
- Mynd skal skilað inn fyrir kl. 23:59 þann 21. febrúar. Myndir sem berast eftir þann tíma eru ekki gjaldgengar í keppninni.
Tilkynnt verður um úrslit tveimur vikum síðar, þann 6. mars, 2012.
Verðlaun:
- sæti: Flugferð fyrir tvo til Evrópuborgar að eigin vali.*
- sæti: Glæsileg Canon IXUS 230 HS myndavél ásamt hulstri.
- sæti: Hentugur Camlink þrífótur og bakpoki fyrir ljósmyndabúnað frá KATA.
*Gjafabréf fyrir tvo til Evrópuborgar með Icelandair.