
Hitt og þetta


Ljósmyndasamkeppni Evrópustofu
Evrópustofa efnir til ljósmyndasamkeppni í tilefni af opnun upplýsingamiðstöðvarinnar. Þema keppninnar er Ísland og Evrópa og eru þátttakendur hvattir til að fanga á mynd hvernig Evrópa og Evrópusambandið birtast í okkar daglega lífi og umhverfi. „Ísland er hluti af Evrópu og við viljum hvetja fólk til að íhuga hvernig Evrópa birtist okkur í hvunndeginum, hvað […]
Gleðileg Jól
Ljósop óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum það góða starf sem innt var af hendi á síðastliðnu ári og vonum að það næsta verði jafn gott eða þeim mun betra. Næsti fundur verður haldinn þann 5 janúar 2010 kl. 20:00

Upplifðu netið með Cooliris
Cooliris er vafraviðbót sem gerir notendum kleift að upplifa internetið á nýjan og spennandi hátt. Forritið er í boði fyrir Firefox, Safari og nýrri útgáfur af Internet Explorer og virkar þannig að það býr til vegg af myndum og vídeóum sem hægt er að skoða og flétta í á fljótlegan hátt. Þetta er skemmtilegt forrit […]
Picasa fyrir Mac
Loksins hefur Google sent frá sér Picasa myndarforritið fyrir Mac notendur. Sumir vilja þó meina að það sé of seint í rassinn gripið og að iPhoto og Lightroom séu komin framúr Picasa og í raun betri kostur. Þrátt fyrir það eru margir PC notendur sem nýlega hafa skipt yfir í Mac sem fagna því að […]

Myndavélakökur
Svona í tilefni háðtíðarinnar sem gengur yfir fannst mér tilvalið að sýna nokkrar ljósmyndir af “kreatívum” kökum. Kannski leynast klárir bakarar innan Ljósops sem geta kannski sett eina svona saman fyrir árshátíðina okkar? (ef einhver tekur áskoruninni, endilega að búa til Canon köku)