Upplifðu netið með Cooliris
Cooliris er vafraviðbót sem gerir notendum kleift að upplifa internetið á nýjan og spennandi hátt.
Forritið er í boði fyrir Firefox, Safari og nýrri útgáfur af Internet Explorer og virkar þannig að það býr til vegg af myndum og vídeóum sem hægt er að skoða og flétta í á fljótlegan hátt.
Þetta er skemmtilegt forrit fyrir þá sem hafa gaman af því að vafra og skoða ljósmyndir og videó á netinu.
Eini ókosturinn við Cooliris er að það virkar ekki fyrir allar heimasíður. Kannski breytist það í náinni framtíð, en allar helstu myndasíður bjóða upp á vöfrun í Cooliris, svo sem Flickr, Google, Facebook og fleiri.
Hvað finnst þér, ertu búinn að prófa Cooliris?