Flokkur : Fréttir

Ljósanótt 2010

Ljósanótt 2010 verður haldin 2. – 5. september 2010. Eins og fyrri ár verður Ljósop með sýningu á Ljósanótt. Við hvetjum félagsmenn til að fara að vinna í sínum myndum, og munu næstu fundir fara í að ræða um, og vinna að sýningunni.

Keilir og nágreni

Þann 20 mars 2010 var farin ferð á vegum ferðanefndar Ljósops, og okkur til mikillar ánægju slóst Ellert Grétars með í för .

KrísuvíkurbergFyrst var ferðini heitð í átt að Keilir og var fyrsta stoppið á móts við Keili og nokkrar myndir teknar yfi Afstapa og Dyngjuhraun þar sem birtan og sólin voru í aðalatriði, þaðan var farið að Trölladyngju og teknar myndyr yfir Trölladyngju, Grænudyngju og Fíflavallafjall  og  gengið þaðan upp á hálsinn fra hjá Spákonuvatni og Grænavatni og horft niður að Djúpavatni og yfir Austur og Vestur háls  . Þaðan lá svo leið okkar að Kleifarvatni og var stoppað við Syðristapa og teknar nokkrar myndir á því svæði, þaðan lá leið okkar að hvenum við Seltún og var stoppað þar smá stund eftir það var farið að Krísuvíkurbergi og teknar myndir yfir Fuglastein og Hælisvík þaðan var farið að Strákum og Selöldu og teknar myndir af andlitum og furðuverum í steinunum. Veður var mjög gott meirihluta ferðarinnar og leiðsögnin um svæðin var frábær komið var heim um  kl 17:00.

Fh. Ferðanefndar Ljósops  Grétar I Guðlaugsson

Þingvallaferð 20 febrúar

Þá er komið að fyrstu ljósmyndaferð ársins laugardaginn 20 febrúar.

Mæting við bónusplan kl 09:00
1. Farið Mossfellsheiði og stoppað við Gljúfrastein.
2. Farið á Þingvelli gengið gjánna.
3. Gengið að Öxarfossi
4. Ekið Grafninsgveg að Nesjavöllum.
5. Farið að Úlfljótsvatni.
6. Ljóssafossvirkjun.

Skráning í ferð er hjá Ferðanefnd:
Grétar sími: 864-8288, gigsmidi@simnet.is – Jónas  sími: 864-2634, badmin@internet.is – Gulli sími 895-3556, gulli@dettifoss.is

Athugið að safnast saman í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

Aðalfundur Ljósops

Aðalfundur Ljósops verður haldinn föstudaginn 29 janúar kl 20.00 í Listasmiðjunni á Keflavíkurflugvelli.

Lagðar verða fram ársskýrslur, kosið verður í stjórn félagsins ásamt öðrum umræðum.

Við hvetjum alla meðlimi til þess að mæta og láta sjá sig.
Léttar veitingar í boði!

Gleðileg Jól

Ljósop óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Við þökkum það góða starf sem innt var af hendi á síðastliðnu ári og vonum að það næsta verði jafn gott eða þeim mun betra.

Næsti fundur verður haldinn þann 5 janúar 2010 kl. 20:00

Ný stúdio ljós

Félagið hefur fjárfest í nýjum stúdio ljósum af gerðinni Bowens.
Settið inniheldur tvo 500w kastara, softbox, regnhlíf og batterí pakka sem nokkrir meðlimir skutu saman í.

Ljósin eru frábær viðbót við þau sem við eigum nú þegar og batteríin gera okkur kleift að nota ljósin í útiferðum og þar sem rafmagn er ekki til staðar.

Nánari upplýsingar um ljósin er að finna hérna.

Vel heppnuð útiferð

Í útiferðinni þann 3 nóv fórum við á Seltjörn og mynduðum í fullu tungli. Mæting var með ágætum og vorum við einstaklega heppnir með veður.
Meðfylgjandi mynd er af hópnum fríða.

hopur

Ljósanætursýning 2009

Ljósop verður með ljósmyndasýningu á Ljósanótt 2009, í Kjarna (við Bæjarbókasafn Reykjanesbæjar). Í ár hafa um 16 meðlimir tilkynnt þáttöku, og má búast við fjölbreyttri sýningu. Sýningin mun verða formlega opnuð fimmtudaginn þann 3 september kl. 18.30 (Óformleg opnun er kl 17.00), og stendur hún yfir til sunnudags þann 6 sept.

Við hverjum alla til að mæta og skoða sýninguna.
Nánari upplýsingar um Ljósanótt 2009 er að finna á www.ljosanott.is

Ljósmyndasýning 25 apríl

Nú líður óðum að hinni árlegu Frístundahátíð sem haldin verður laugardaginn 25. apríl n.k.

Í tilefni að hátíðinni verður Ljósop með opna sýningu í húsnæði sínu í Listasmiðjunni laugardaginn 25 apríl og sunnudaginn 26 apríl frá kl. 12.00 – 18.00

Allir eru velkomnir!