Tagged : sýning

Ljósanætursýning 2009

Ljósop verður með ljósmyndasýningu á Ljósanótt 2009, í Kjarna (við Bæjarbókasafn Reykjanesbæjar). Í ár hafa um 16 meðlimir tilkynnt þáttöku, og má búast við fjölbreyttri sýningu. Sýningin mun verða formlega opnuð fimmtudaginn þann 3 september kl. 18.30 (Óformleg opnun er kl 17.00), og stendur hún yfir til sunnudags þann 6 sept.

Við hverjum alla til að mæta og skoða sýninguna.
Nánari upplýsingar um Ljósanótt 2009 er að finna á www.ljosanott.is

Ljósmynda- og listasýning – Dagana 14 – 22 mars

Í tilefni af Safnahelgi í Reykjanesbæ mun Ljósop félag áhugaljósmyndara í Reykjanesbæ og Einstakir, hópur tréslistamanna, halda sýningu á verkum sínum í Listasmiðjunni á vallarsvæðinu.

Sýningin verður opnuð Laugardaginn 14 mars kl. 14.00 og hvetjum við alla félagsmenn til þess að mæta.
Opnunartími sýningarinnar: Virka daga kl. 17-20 og um helgar kl. 14-18