Ljósanætursýning 2009
Ljósop verður með ljósmyndasýningu á Ljósanótt 2009, í Kjarna (við Bæjarbókasafn Reykjanesbæjar). Í ár hafa um 16 meðlimir tilkynnt þáttöku, og má búast við fjölbreyttri sýningu. Sýningin mun verða formlega opnuð fimmtudaginn þann 3 september kl. 18.30 (Óformleg opnun er kl 17.00), og stendur hún yfir til sunnudags þann 6 sept.
Við hverjum alla til að mæta og skoða sýninguna.
Nánari upplýsingar um Ljósanótt 2009 er að finna á www.ljosanott.is