Keilir og nágreni
Þann 20 mars 2010 var farin ferð á vegum ferðanefndar Ljósops, og okkur til mikillar ánægju slóst Ellert Grétars með í för .
Fyrst var ferðini heitð í átt að Keilir og var fyrsta stoppið á móts við Keili og nokkrar myndir teknar yfi Afstapa og Dyngjuhraun þar sem birtan og sólin voru í aðalatriði, þaðan var farið að Trölladyngju og teknar myndyr yfir Trölladyngju, Grænudyngju og Fíflavallafjall og gengið þaðan upp á hálsinn fra hjá Spákonuvatni og Grænavatni og horft niður að Djúpavatni og yfir Austur og Vestur háls . Þaðan lá svo leið okkar að Kleifarvatni og var stoppað við Syðristapa og teknar nokkrar myndir á því svæði, þaðan lá leið okkar að hvenum við Seltún og var stoppað þar smá stund eftir það var farið að Krísuvíkurbergi og teknar myndir yfir Fuglastein og Hælisvík þaðan var farið að Strákum og Selöldu og teknar myndir af andlitum og furðuverum í steinunum. Veður var mjög gott meirihluta ferðarinnar og leiðsögnin um svæðin var frábær komið var heim um kl 17:00.
Fh. Ferðanefndar Ljósops Grétar I Guðlaugsson