Flugeldar – Hvernig er best að mynda þá?

Gamlárskvöld nálgast og veðurspáin er góð. Afhverju ekki að taka nokkrar skemmtilegar myndir?
Hérna er smá tjékklisti fyrir þá sem eru ekki alveg vissir um hvernig best er að mynda flugelda.

  1. Notaðu þrífót eða statíf til að tryggja stöðugleika og skarpari mynd.
  2. Notaðu afsmellibúnað eins og fjarstýringu eða stilltu á tíma til að koma í veg fyrir hristing.
  3. Veldu þér góðan stað og vertu búin(n) að ákveða hvernig þú vilt ramma myndina áður en þú byrjar.
  4. Ætlaru að zooma eða taka víða mynd? Veldu linsu við hæfi.
  5. Hvaða stillingu á ljósopi er best að nota? f8 til f16 virkar vel.
  6. Hraði: Best er að ákveða hversu langan tíma þú vilt taka myndina á, og svo stilla ljósopið í samræmi.
  7. ISO /ASA. Best er að nota lágt ISO til að koma í veg fyrir óhreinindi. ISO 100 er fínt.
  8. Ekki nota leyfturljós (Flash).
  9. Taktu myndirnar í Manual stillingu.
  10. Prófaðu þig áfram.

Smellið hér til að lesa alla greinina. (Ath, greinin er á ensku)

Mynd eftir kallimarteins

Mynd eftir kcg_ice

Mynd eftir Johanna Kristin

Mynd eftir Spice

Mynd eftir Matti Á

Settu inn svar