Fundur 8 september

_mg_8859

Eftir frábæra sýningu á Ljósanótt er ekkert annað í stöðunni en að byrja að undirbúa veturinn af fullum krafti.

Frá og með næsta fundi munum við hittast í hverri viku, allavega fram að jólafríi.
Sýningin í Kjarna mun verða opin út þessa viku, þannig að við hvetjum alla sem eiga eftir að skoða að drífa sig.

Fundurinn á morgun verður “hugmyndafundur” þar sem allir geta komið með hugmyndir að dagskrá vetrarins.
Við erum nú þegar komin með ýmislegt í hugmyndapokann, þám. norðurljósakvöld, studio myndatökur, eftirvinnslu ofl..
Endilega mætið og takið þátt.

Settu inn svar