Myndband frá stúdió fundi
Myndband frá fundinum okkar 31 Jan 2012.
Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir gerði myndbandið.
Myndband frá fundinum okkar 31 Jan 2012.
Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir gerði myndbandið.
Vegna breytinga á dagskrá þá detta út næstu útiferðir. Verið er að skipuleggja ferðir sem kynntar verða síðar.
Í staðinn höfum við sett verkefni fyrir næsta fund:
Spegil Portrait, þ.e.a.s að taka portrait mynd í spegil. (sjá dæmi á flickr)
Fyrir þá sem vilja frekar taka útimyndir, þá er verkefnið “Gamlar Byggingar”.
Takið svo með ykkur myndirnar á næsta fund.
Þriðjudaginn 26 janúar ætlum við að bjóða nýjum meðlimum upp á byrjendanámskeið.
Farið verður yfir helstu stillingar myndavéla ásamt uppsetningu á studio ljósum, auk þess sem rætt verður um hvað ber að hafa í huga er ljósmyndað er. Tekið verður á móti spurningum og mælt er með að félagar hafi með sér myndavélina sína.
Námskeiðið hefst stundvíslega kl. 20:00 í húsnæði Ljósops í Listasmiðjunni.
Eftir frábæra sýningu á Ljósanótt er ekkert annað í stöðunni en að byrja að undirbúa veturinn af fullum krafti.
Frá og með næsta fundi munum við hittast í hverri viku, allavega fram að jólafríi.
Sýningin í Kjarna mun verða opin út þessa viku, þannig að við hvetjum alla sem eiga eftir að skoða að drífa sig.
Fundurinn á morgun verður “hugmyndafundur” þar sem allir geta komið með hugmyndir að dagskrá vetrarins.
Við erum nú þegar komin með ýmislegt í hugmyndapokann, þám. norðurljósakvöld, studio myndatökur, eftirvinnslu ofl..
Endilega mætið og takið þátt.
Fundir í sumar verða annann hvern þriðjudag kl 20.00
Þriðjudagurinn 16 júní
Þriðjudagurinn 30 júní
Þriðjudagurinn 14 júlí
Þriðjudagurinn 28 júlí
Þriðjudagurinn 11 ágúst
Næsta þriðjudagskvöld þann 28 apríl er planið (ef veður leyfir) að fara út í Garð og Sandgerði að taka myndir af hestum. Takið með ykkur hlý föt og góða skó. Auk þess væri sniðugt að hafa með þrífót fyrir myndavélina ef við verðum heppin með veður. Hist verður í Listasmiðjunni kl. 20.00 og sameinað í nokkra bíla.
Sjáumst hress og kát!
Við viljum að þið takið mynd af sjálfum ykkur (sjálfsmynd) og vinnið hana í uppáhalds myndvinnslu forritinu ykkar. (Photoshop / Lightroom / PhotoImpact osfrv.)
Þessi myndvinnsla er alveg frjáls, en við mælum með að þið leikið ykkur aðeins með liti, skerpu og annað sem ykkur dettur í hug.
Á næsta fundi viljum við svo að þið sýnið okkur myndirnar, bæði fyrir og eftir.
Sýning á frístundarhelgi opnar 25 apríl!
Það eru einungis 3 vikur í sýninguna, og viljum við nú fá að vita hverjir ætla að taka þátt.
Þema sýningarinnar er frjálst, en við ætlum líka að vera með sameiginlegt ljósmyndaverkefni (fyrir þá sem vilja vera með) sem verður kynnt nánar á næsta fundi.
Þeir sem vilja vera með á sýningunni, sendið email á admin ( at ) ljosop.org
Dagskrá fundarins:
Studiokvöld – Portrait myndataka / Afhverju alltaf í fókus?
Ef þið eruð með fleiri myndir frá síðasta verkefni (Kertaljós og úti flash) endilega að koma með þær.
Sjáumst kl. 20.00!
Fyrir næsta fund þriðjudaginn 24 mars verður myndakvöld og höfum við sett 2 heimaverkefni fyrir ykkur.
Takið svo með myndir á fundinn til að sýna.
#1. Candlelight Portrait
Þið eigið að taka andlitsmynd með kertaljósi einu. Prófið að taka á tíma og leika ykkur með ljósgjafann og módelið.
#2. Úti portrait með flassi
Þið eigið að taka andlitsmynd utandyra og nota flass til þess að yfirlýsa manneskjuna miðað við umhverfisljósið.
Næsti fundur verður haldinn þriðjudagskvöldið 17 mars kl 20.00
Efni fundarins: