Fundur 07.04 & verkefni
Við viljum að þið takið mynd af sjálfum ykkur (sjálfsmynd) og vinnið hana í uppáhalds myndvinnslu forritinu ykkar. (Photoshop / Lightroom / PhotoImpact osfrv.)
Þessi myndvinnsla er alveg frjáls, en við mælum með að þið leikið ykkur aðeins með liti, skerpu og annað sem ykkur dettur í hug.
Á næsta fundi viljum við svo að þið sýnið okkur myndirnar, bæði fyrir og eftir.
Sýning á frístundarhelgi opnar 25 apríl!
Það eru einungis 3 vikur í sýninguna, og viljum við nú fá að vita hverjir ætla að taka þátt.
Þema sýningarinnar er frjálst, en við ætlum líka að vera með sameiginlegt ljósmyndaverkefni (fyrir þá sem vilja vera með) sem verður kynnt nánar á næsta fundi.
Þeir sem vilja vera með á sýningunni, sendið email á admin ( at ) ljosop.org