Þriðjudagsfundur 6.maí – Ljósmyndaferð

Á næsta fundi á þriðjudag kl. 20:00 verður farið í smá leiðangur um Reykjanesið með þeim tilgangi að taka ljósmyndir. Ég vil hvetja fólk til að vera mætt kl. 20:00 í Listasmiðjuna og taka með sér hlýjan fatnað, þrífót ef þið eigið hann til og alls ekki gleyma góða skapinu.

Líklegast verður farið að Stafnesi og umhverfið þar í kring. Við skulum gera ráð fyrir því að fundurinn verði aðeins lengri en venjulega. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Settu inn svar