Tagged : Photoshop Hornið

Pen Tool í Photoshop

Pen tool er eitt af bestu tólunum í Photoshop þegar kemur að því að teikna, hanna og búa til útlínur. Proffarnir nota það mikið til þess að klippa hluti og persónur úr myndum og setja saman. Pen tool getur virkað frekar flókið til að byrja með, en með smá æfingu, þá er þetta tól alveg frábært og hægt að nota það í nánast hvað sem er.

Meðfylgjandi “Cheat-Sheet” útskýrir vikni tólsins, og hvernig nota það á til þess að teikna.

adobepentool-cheatsheet

Farið verður nánar í Pen tool og virkni þess þann 24. febrúar kl. 20

Hérna er vídeó kennsludæmi sem sýnir grundvallaratriði tólsins og hvernig á að nota það til þess að klippa út hlut.

Photoshop Námskeið fyrir byrjendur

Námskeið fyrir félagsmenn Ljósops. Kennt verður í Listasmiðjunni annann hvern þriðjudag, í sal Tölvuskólans.
Fyrirlesari er Björgvin Guðmundsson, Grafískur Hönnuður

Kvöld 1 – 21 október 2008 – kl. 20.00
Undirstöðuskipanir

 • Hvernig á að opna, minnka, skera og geyma myndir
 • Útskýring á „layers“
 • Setja inn texta inn á mynd
 • Búa til ramma í kringum mynd

Verkefni: Taka með mynd í næsta tíma.

Kvöld 2 – 4 nóvember 2008 – kl. 20.00
Myndvinnsla / Layerstyles og modes

 • Hverning á að stilla Levels og contrast
 • Hvernig á að stilla liti
 • Layermodes
 • Clone tool

Verkefni: Taka með 2 myndir í næsta tíma.

Kvöld 3 – 18 nóvember 2008 – kl. 20.00
Samsetning á ljósmyndum

 • Hvernig skeyta skal saman ljósmyndum
 • Layer masks
 • Clone- og healing brush
 • Litaleiðrétting og frágangur

Námskeiðin eru gjaldfrjáls fyrir félagsmenn Ljósops, sem greitt hafa félagsgjöld fyrir árið 2008.

Hérna er listi með áhugaverðum heimasíðum sem kenna á Photoshop:

 • Good Tutorials – Listi með þúsundum kennsludæma fyrir byrjendur og lengra komna.
 • PSDtuts – Mjög flott kennsludæmi fyrir lengra komna.
 • Adobe TV – Video kennsludæmi fyrir byrjendur og lengra komna.