Ljósanætursýningin – nokkrir punktar

Myndastærð, lágmark A3 að stærð, 2-3 myndir. Hver sýningarveggur er  um 90 cm á breidd (svo að  Reynir, myndin þín á að passa! )

Sýningin verður sett upp á miðvikudagskvöldið 4.september í síðasta  lagi.  Helst væri að ná að skipuleggja þetta á þriðjudeginum og koma  upp meirihlutanum þá.

Kynningarefni:  Hver og einn er hér með beðinn um að skila til mín í  tölvupósti stuttum kynningarexta á sjálfum sér.  Umræddur  kynningartexti verður settur á 10×15 blað sem verður við hvert sýningarpláss.
Skila þarf þessum texta fyrir kl: 20:00 föstudaginn 29.ágúst nk !!!   Alls ekki síðar.

Verðmerkingar á myndum og “Titill myndar” eða lýsing á mynd skal helst  vera stöðluð, (sama leturgerð og slíkt) og því um að gera að koma  slíkum texta einnig til mín fyrir kl: 20:00 á föstudaginn 29.ágúst.

Möguleiki er að Reykjanesbær bjóði uppá lítið tónlistaratriði við  opnun sýningarinnar og því um að gera að fjölmenna. Einnig “Yfirseta”, við þurfum að skipuleggja yfirsetu vegna  sýningarinnar.  Slíkt fyrirkomulag verður kynnt á fundinum fyrir  sýninguna og geri ég ráð fyrir því að við óskum eftir aðstoð allra félaga í Ljósop við það.

Ef þið hafið einhverjar spurningar, eruð í vandræðum með einhver atriði varðandi sýninguna er um að gera að hafa samband sem fyrst svo auðveldara verði að aðstoða alla.

kveðja,
Kristján

Svör2 Comments

  1. Kristján says:

    Töff þetta útlit, en nokkuð dökkt.

  2. Björgvin says:

    Þetta er ljósanætur lúkkið! 🙂

Settu inn svar