Flokkur : Ljósmyndun

Útiferð 29.05 – Borgarfjörður + Húsafell

Farið verður í útiferð Laugardaginn þann 29.05.
Dagskrá: Lagt af stað kl 9, komið til Hvanneyri kl 10:30. Stopp til 12:00. Komið að Ferjukoti kl 12:30. Stopp til 13:30. Farið í Reykholt 14:00 áð til 1440. Barnafoss 15:00 til 16:00. Heim kl 18:00. Til dæmis Hvanneyri (þar er safn gamalla traktora og fl) Ferjukot (gamla brúin yfir hvítá ) ,Reykholt (Snorralaug) ,Húsafell (Barnafoss) og margt fl.

Útiferð 20 mars – Keilir og nágrenni

Mæting við bónusplan í Njarðvík, Laugardaginn 20. mars kl 09:00

1. Ekið upp að Keili
2. Farið að Kleifarvatni
3. Hverirnir skoðaðir
4. Selártangar og nágrenni
5. Þórkötlustaðir + Hópsnes
6. Bláa Lónið

Skráning í ferð er hjá:
Grétari: sími 864-8288, gigsmidi@simnet.is – Jónas: sími 864-2634, badmin@internet.is – Gulli: sími 895-3556, gulli@dettifoss.is

Athugið að safnast saman í bíla og deila eldsneitiskostnaði.

Ný kennsludæmi frá DPS

Pósur – Það sem allir ættu að vita

Fínn lestur fyrir næsta fund!

Ágætis samansafn af greinum um hvaða hluti ljósmyndari og módel eiga að hafa í huga þegar teknar eru portrait myndir.

1. Posing Tips for Portraits – Posing Shoulders
2. Which Way Should Your Subject Lean?
3. Portrait Photography’s Power Posing Part I: The Components
4. Portrait Photography’s Power Posing – Part II: The Poses
5. Posing Tips – Waistlines, Thighs and Bust lines
6. A Posing Technique from A Girl With a Pearl Earring
7. How to Pose Hands in Portraits
8. Where is Your Subject Looking and Why Does it Matter?
9. 4 Tips for Natural Looking Portraits

Smelltu hérna til að lesa

White Balance linsu lok

White balance linsu lok
Sniðugt fyrir þá sem vilja hafa white balance á hreinu, og nenna ekki að dröslast með gráa spjaldið út um allar tryssur….

Hvernig virkar þetta, segiru?
Linsu lokið er með auga í miðju lokinu sem mælir rétt white balance hvar sem þú ert.
Það eina sem þú þarft að gera er að taka mynd af því sem er fyrir framan þig með lokinu enn á linsunni, og nota myndina sem “Custom white balance”.

Linsan er fáanleg á netinu, og fæst á allar 52, 55, 58, 62, 67, 72 og 77mm linsur.

Verðið er frá $45 til $65 og að senda til Íslands kostar um $11 (ódýrasti möguleiki).

Smelltu hérna til að skoða meira og panta gripinn.

Flugeldar – Hvernig er best að mynda þá?

Gamlárskvöld nálgast og veðurspáin er góð. Afhverju ekki að taka nokkrar skemmtilegar myndir?
Hérna er smá tjékklisti fyrir þá sem eru ekki alveg vissir um hvernig best er að mynda flugelda.

  1. Notaðu þrífót eða statíf til að tryggja stöðugleika og skarpari mynd.
  2. Notaðu afsmellibúnað eins og fjarstýringu eða stilltu á tíma til að koma í veg fyrir hristing.
  3. Veldu þér góðan stað og vertu búin(n) að ákveða hvernig þú vilt ramma myndina áður en þú byrjar.
  4. Ætlaru að zooma eða taka víða mynd? Veldu linsu við hæfi.
  5. Hvaða stillingu á ljósopi er best að nota? f8 til f16 virkar vel.
  6. Hraði: Best er að ákveða hversu langan tíma þú vilt taka myndina á, og svo stilla ljósopið í samræmi.
  7. ISO /ASA. Best er að nota lágt ISO til að koma í veg fyrir óhreinindi. ISO 100 er fínt.
  8. Ekki nota leyfturljós (Flash).
  9. Taktu myndirnar í Manual stillingu.
  10. Prófaðu þig áfram.

Smellið hér til að lesa alla greinina. (Ath, greinin er á ensku)

Mynd eftir kallimarteins

Mynd eftir kcg_ice

Mynd eftir Johanna Kristin

Mynd eftir Spice

Mynd eftir Matti Á