Tagged : kennsludæmi

Pósur – Það sem allir ættu að vita

Fínn lestur fyrir næsta fund!

Ágætis samansafn af greinum um hvaða hluti ljósmyndari og módel eiga að hafa í huga þegar teknar eru portrait myndir.

1. Posing Tips for Portraits – Posing Shoulders
2. Which Way Should Your Subject Lean?
3. Portrait Photography’s Power Posing Part I: The Components
4. Portrait Photography’s Power Posing – Part II: The Poses
5. Posing Tips – Waistlines, Thighs and Bust lines
6. A Posing Technique from A Girl With a Pearl Earring
7. How to Pose Hands in Portraits
8. Where is Your Subject Looking and Why Does it Matter?
9. 4 Tips for Natural Looking Portraits

Smelltu hérna til að lesa

Pen Tool í Photoshop

Pen tool er eitt af bestu tólunum í Photoshop þegar kemur að því að teikna, hanna og búa til útlínur. Proffarnir nota það mikið til þess að klippa hluti og persónur úr myndum og setja saman. Pen tool getur virkað frekar flókið til að byrja með, en með smá æfingu, þá er þetta tól alveg frábært og hægt að nota það í nánast hvað sem er.

Meðfylgjandi “Cheat-Sheet” útskýrir vikni tólsins, og hvernig nota það á til þess að teikna.

adobepentool-cheatsheet

Farið verður nánar í Pen tool og virkni þess þann 24. febrúar kl. 20

Hérna er vídeó kennsludæmi sem sýnir grundvallaratriði tólsins og hvernig á að nota það til þess að klippa út hlut.

Flugeldar – Hvernig er best að mynda þá?

Gamlárskvöld nálgast og veðurspáin er góð. Afhverju ekki að taka nokkrar skemmtilegar myndir?
Hérna er smá tjékklisti fyrir þá sem eru ekki alveg vissir um hvernig best er að mynda flugelda.

  1. Notaðu þrífót eða statíf til að tryggja stöðugleika og skarpari mynd.
  2. Notaðu afsmellibúnað eins og fjarstýringu eða stilltu á tíma til að koma í veg fyrir hristing.
  3. Veldu þér góðan stað og vertu búin(n) að ákveða hvernig þú vilt ramma myndina áður en þú byrjar.
  4. Ætlaru að zooma eða taka víða mynd? Veldu linsu við hæfi.
  5. Hvaða stillingu á ljósopi er best að nota? f8 til f16 virkar vel.
  6. Hraði: Best er að ákveða hversu langan tíma þú vilt taka myndina á, og svo stilla ljósopið í samræmi.
  7. ISO /ASA. Best er að nota lágt ISO til að koma í veg fyrir óhreinindi. ISO 100 er fínt.
  8. Ekki nota leyfturljós (Flash).
  9. Taktu myndirnar í Manual stillingu.
  10. Prófaðu þig áfram.

Smellið hér til að lesa alla greinina. (Ath, greinin er á ensku)

Mynd eftir kallimarteins

Mynd eftir kcg_ice

Mynd eftir Johanna Kristin

Mynd eftir Spice

Mynd eftir Matti Á